13 létust er kirkjuþak hrundi

Úrhellisrigning var á svæðinu þegar þak kirkjunnar hrundi með þeim …
Úrhellisrigning var á svæðinu þegar þak kirkjunnar hrundi með þeim afleiðingum að 13 létust. Ljósmynd/Twitter

13 létust og að minnsta kosti 16 slösuðust þegar þak hrundi í kirkju í bænum Dlangubo, skammt frá suður-afrísku borginni Durban. 

Páskaathöfn hvítasunnusafnaðar við kirkjuna var nýhafinn þegar þak kirkjunnar féll saman og hrundi. Talið er að þakið hafi fallið saman sökum úrhellisrigningar, hefur AFP-fréttastofan eftir Lennox Mabaso, talsmanni innanríkisráðuneytis Suður-Afríku. 

„Þvílíkur harmleikur,“ segir í færslu Robert McKenzie, talsmanns viðbragðsaðila í héraðinu. 

Sérstök bænastund var haldin í stóru tjaldi fyrir utan kirkjuna í morgun til að minnast þeirra sem létust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert