Tilkynnir framboð í næstu viku

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama, hyggst tilkynna í næstu viku um þátttöku sína í prófkjöri Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna í landinu á næsta ári. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að Biden muni þá bætast við stóran hóp fólks sem þegar hafi lýst formlega yfir vilja til þess að verða frambjóðandi Demókrataflokksins gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta sem væntanlega verður frambjóðandi repúblikana.

Ennfremur segir að framboð Bidens verði tilkynnt á miðvikudaginn í næstu viku með sérstöku myndbandi sem gert verði opinbert. Bandarískir fjölmiðlar segja að ákvörðunin liggi fyrir og það eina sem eftir sé að gera sé að gera hana opinbera.

Skoðanakannanir hafa sýnt Biden með mest fylgi mögulegra frambjóðenda demókrata þrátt fyrir að hann hafi ekki enn tilkynnt framboð sitt. Stutt er síðan Biden var sakaður um kynferðislega áreitni. Brást hann við með því að hann hygðist bæta ráð sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert