Vilja ekki minnast á May

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Frambjóðendur breska Íhaldsflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Bretlandi sem fram fara 2. maí vilja alls ekki nefna Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, á nafn þegar þeir ganga í hús og ræða við kjósendur þar sem kjósendur tengja nafn hennar við svik.

Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Þar segir að aðildarfélög Íhaldsflokksins víða í Bretlandi hafi rekið sig á það að nafn Mays sé svo illa þokkað á meðal kjósenda að það eitt að minnast á hana setji samræður við kjósendur í uppnám.

Meint svik snúast um það með hvaða hætti May hefur staðið að fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandið en margir kjósendur telji að hún hafi svikið niðurstöðu þjóðaratkvæðisins sumarið 2016 þar sem meirihlutinn ákvað að landið segði skilið við sambandið.

Ennfremur segir að bæjarfulltrúar Íhaldsflokksins óttist að framganga Mays vegna útgöngunnar kunni að kosta þá sæti sín og reyni því í örvæntingu sinni að halda samræðum við kjósendur við málefni viðkomandi sveitarfélaga og forðast að minnast á landsmálin.

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þeku
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þekur 12.5cm. Verð kr. 550 lm án vsk. Uppl. s...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...