Táningsstúlkur ætluðu að myrða níu

Kennslustofa.
Kennslustofa. AFP

Tvær táningsstúlkur hafa verið handteknar í Flórída, grunaðar um að hafa ætlað að myrða níu manns.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.

Stúlkurnar, sem ganga í Avon Park-skólann, eru báðar 14 ára. Þær voru handteknar á miðvikudag eftir að kennari kom auga á möppu með áformum þeirra.

Á átta blaðsíðum útlistuðu þær nákvæmlega hvernig þær ætluðu að verða sér úti um byssur og hvernig þær ætluðu að flytja líkin og losa sig við þau, að sögn BBC

Hvor stúlknanna um sig á yfir höfði sér níu ákærur vegna samsæris um að fremja morð og þrjár ákærur vegna samsæris um mannrán.

Kennarinn tók eftir að því að stúlkurnar virtust mjög æstar er þær skoðuðu möppuna. Hann er sagður hafa heyrt aðra þeirra segja: „Ég ætla bara að segja þeim að þetta sé hrekkur ef þeir hringja í mig eða ef þeir finna hana“.

mbl.is
Smart sumarföt, fyrir smart konur
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
Vor í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...