Átta slösuðust í rútuslysi

Slysið varð skammt frá sænsku borginni Örebro.
Slysið varð skammt frá sænsku borginni Örebro. Kort/Google

Átta voru fluttir á sjúkrahús, þar af tveir alvarlega slasaðir, eftir að rúta með ferðamönnum hafnaði utanvegar og valt skammt frá sænsku borginni Örebro í morgun.

Slysið varð á vegi E18, suður af Örebro, að sögn Aftonbladet.  

Að sögn fjölmiðlafulltrúa lögreglunnar sáu að minnta kosti tvö vitni hvað gerðist og er rannsókn í fullum gangi.

Fjölmennur hópur viðbragðsaðila mætti á vettvang, þar á meðal um tuttugu björgunarsveitarmenn.

Alls voru 19 manns um borð í rútunni en ökumaður hennar var Norðmaður á áttræðisaldri.  

mbl.is