Átta slösuðust í rútuslysi

Slysið varð skammt frá sænsku borginni Örebro.
Slysið varð skammt frá sænsku borginni Örebro. Kort/Google

Átta voru fluttir á sjúkrahús, þar af tveir alvarlega slasaðir, eftir að rúta með ferðamönnum hafnaði utanvegar og valt skammt frá sænsku borginni Örebro í morgun.

Slysið varð á vegi E18, suður af Örebro, að sögn Aftonbladet.  

Að sögn fjölmiðlafulltrúa lögreglunnar sáu að minnta kosti tvö vitni hvað gerðist og er rannsókn í fullum gangi.

Fjölmennur hópur viðbragðsaðila mætti á vettvang, þar á meðal um tuttugu björgunarsveitarmenn.

Alls voru 19 manns um borð í rútunni en ökumaður hennar var Norðmaður á áttræðisaldri.  

mbl.is
Hjólhýsastæði óskast í Reykjavík
Hjólhýsastæði óskast til leigu í sumar 6956523...
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...