„Falla fullkomlega að umhverfi sínu“

Íslenskir torfbæir eru umfjöllunarefni nýs myndskeiðs fréttastofu AFP, en þar segir að þeir séu fornar minjar um staðbundinn arkitektúr sem eigi rætur sínar að rekja allt aftur til níundu aldar.

„Tré eru vandfundin og því var torf vinsælt byggingarefni og þykkir veggir henta vel til þess að halda kuldanum úti,“ segir í myndskeiðinu. 

Árið 1910 voru torfbæir um 5.500 talsins en nú standa aðeins örfáir eftir, en meðal torfbæjanna sem sýndir eru í myndskeiðinu eru Búrfell og Austur-Meðalholt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert