Sakar Bolton um heimskuleg ummæli

John Bolton.
John Bolton. AFP

Hátt settur norðurkóreskur embættismaður gagnrýndi John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, harðlega fyrir það sem hann kallaði „heimskuleg ummæli“ sem Bolton lét falla um þá pattstöðu sem ríki í viðræðum um kjarnorkuafvopnun N-Kóreu. Embættismaðurinn sagði að ummæli Boltons myndi ekki leiða neitt gott af sér.

Bolton er annar hátt settur bandarískur embættismaður sem stjórnvöld íPjonjang hafa gagnrýnt harðlega að undanförnu. Nýverið sökuðu þauMikePompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að sýna af sér glannalega hegðun, og kröfðust þess að hann myndi ekki taka þátt í viðræðunum.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Þau ummæli féllu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Norður-Kórea lýsti því yfir að ríkið hefði gert tilraunir með nýtt vopn. 

N-Kórea og Bandaríkin hafa verið upp kant viðhovrt annað eftir að leiðtogafundurTrump Bandaríkjaforseta ogKimJong Un, leiðtoga N-Kóreu, var slitið án samkomulags fyrr á þessu ári.

Bolton sagði í samtali viðBloomberg í vikunni, að hann hefði hvatt norðurkóresk stjórnvöld til að sýna fram á raunverulegan vilja til að hætta allri notkun á kjarnorkuvopnum. 

Choe Son Hui er ekki sátt við ummæli Boltons.
Choe Son Hui er ekki sátt við ummæli Boltons. AFP

Choe Son Hui, aðstoðarutanríkisráðherra N-Kóreu, segir í samtali við ríkisfréttastofuna KCNA, að ummæli Bolton sýni fram á að „hann skorti skilning á ásetningi leiðtoganna tveggja.“

Hún bætti við að „þeir hljóma allir svo ósjarmerandi og heimskulega“.

„Ekkert gott mun koma út úr þessu haldi menn áfram að tala á svona ónærgætinn máta.“

Bolton sagði ennfremur í viðtalinu, að ef þriðji leiðtogafundur Trumps og Kims eigi að verða að veruleika, þá yrði Norður-Kórea að sýna fram á með raunverulegum hætti að ríkið væri búið að taka þá ákvörðun að það myndi láta af notkun kjarnorkuvopna. 

Hann bætti því við, að Bandaríkin væru reiðubúin að halda slíkan fund og að ríkisstjórn Trumps væri tilbúinn að lenda „stóra samningnum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert