Sigldi blindur yfir Kyrrahafið

Mitsuhiro Iwamoto fyrir sex árum þegar honum mistókst að sigla ...
Mitsuhiro Iwamoto fyrir sex árum þegar honum mistókst að sigla yfir Kyrrahafið. AFP

Mitshuhiro Iwamoto sett met þegar hann lauk í dag siglingu sinni yfir Kyrrahafið, fyrstur blindra manna.

Iwamoto sigldi í höfnina í borginni Fukushima á 12 metra seglbáti sínum í morgun, um tveimur mánuðum eftir hann lagði af stað frá Kaliforníu.

Iwamoto, sem er 52 ára og býr í San Diego, sigldi frá bandarísku borginni 24. febrúar ásamt bandaríska siglingafræðingnum Doug Smith, sem aðstoðaði mann munnlega, meðal annars í tengslum við vindáttirnar. Þeir stoppuðu hvergi á leiðinni.

Þetta var í annað sinn sem Iwamoto reyndi að sigla yfir Kyrrahafið en það mistókst fyrir sex árum þegar snekkjan hans lenti á hval og sökk. 

„Ég er kominn heim, takk fyrir,“ sagði Iwamoto í veislu sem var haldin þegar hann kom í höfn og hafði lokið 14 þúsund kílómetra ferðalaginu. „Ég gafst ekki upp og lét drauminn minn rætast,“ bætti hann við.

Iwamoto missti sjónina þegar hann var 16 ára og notaði hann ferðalagið til að safna peningum til góðgerðarmála.

mbl.is