Skotnir til bana í Helsingborg

Sænskur lögreglubíll.
Sænskur lögreglubíll. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Tveir menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í Helsingborg í Svíþjóð í nótt. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem þeir létust af sárum sínum.

Að sögn lögreglunnar sátu mennirnir inni í bíl þegar skotið var á þá. Ekki er ljóst sem stendur hvort bíllinn hafi verið á ferðinni, að því er Aftonbladet greindi frá.

Lögreglan var kölluð að Tränsgatan í hverfinu Fredriksdal skömmu eftir miðnætti eftir að skotum hafði verið hleypt af. Þegar lögreglan kom á staðinn fann hún mennina látna.

Rannsókn lögreglu á vettvangi lauk snemma í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert