Fimm létust í jarðskjálfta á Filippseyjum

AFP

Fimm létust þegar tvö hús hrundu skammt frá höfuðborg Filippseyja, Manila, í morgun þegar kröftugur jarðskjálfti reið yfir.

Jarðskjálftinn mældist 6,3 stig og reið yfir klukkan 17:11 að staðartíma, klukkan 9:11 að íslenskum tíma. Háhýsi sveifluðust til og frá og flúðu skelfingu lostnir íbúar í höfuðborginni út á götur.

Óttast er að enn sé fólk fast í rústum fjögurra hæða húss sem hrundi í bænum Porac en þrjú þeirra sem létust voru þar. 20 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að hafa verið bjargað úr rústunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert