Þrjú dönsk systkini létust

AFP

Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen og eiginkonu hans, Anne Holch, létust í sjálfsvígsárásunum á Srí Lanka í gær. Fjölskyldan var þar í fríi um páskana. Alls létust 290 í árásunum á páskadag. Yfirvöld á Srí Lanka segja að innlend öfgasamtök íslamista (National Thowheeth Jama'ath, NTJ) standi á bak við hryðjuverkin. 

Anders Holch Povlsen.
Anders Holch Povlsen. Vefur Bestseller

Holch Povlsen á meðal annars alþjóðlegu fatakeðjuna Bestseller og fjölmarga fjölmiðla, svo sem Ekstra Bladet, TV2 og B.T. Hann er einnig stærsti hluthafinn í netversluninni Asos og á gríðarlegar eignir í Skotlandi en þar á hann meðal hann fasteignir eins og Aldourie kastalann. Samkvæmt Forbes er hann auðugasti Daninn en eignir hans voru metnar 7,4 milljarða Bandaríkjadala í fyrra.

Talsmaður Bestseller hefur staðfest andlát barnanna þriggja við danska fjölmiðla og biður fjölmiðla sem og aðra að virða einkalíf fjölskyldunnar sem ekki mun tjá sig. 

Frétt Politiken

Frétt DR

mbl.is
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...