Handtóku konu vegna morðsins á McKee

Lögreglumenn rannsaka morðvettvanginn í Londonderry á föstudaginn langa. Nú hefur ...
Lögreglumenn rannsaka morðvettvanginn í Londonderry á föstudaginn langa. Nú hefur kona á sextugsaldri verið handtekin vegna morðsins. AFP

Lögreglan á Norður-Írlandi hefur handtekið 57 ára gamla konu í tengslum við morðið á blaðakonunni Lyru McKee í Londonderry á skírdagskvöld. Þetta tilkynnti lögregla í morgun, en konan var handtekin í Creggan-hverfinu í Londonderry, þar sem McKee var myrt.

Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglu var konan handtekin á grundvelli bresku hryðjuverkalaganna og verður hún yfirheyrð í dag. Áður höfðu tveir ungir menn verið handteknir vegna málsins, en þeim var síðar sleppt úr haldi án þess að þeir væru ákærðir fyrir morðið.

Í morgun birti dagblaðið Irish News yfirlýsingu frá Nýja írska lýðveldishernum (New IRA), sem hefur játað að bera ábyrgð á morðinu á hinni 29 ára gömlu McKee. Vígahópurinn bað fjölskyldu hennar og vini innilegrar afsökunar.

Nýja-IRA varð til á ár­un­um 2011 og 2012 í kjöl­far samruna nokk­urra smærri hópa, þar á meðal Hins sanna írska lýðveld­is­hers (Real IRA).

Hinn sanni írski lýðveld­is­her (The Real IRA) bar ábyrgð á blóðbaðinu í Omagh árið 1998 sem kostaði 28 manns lífið, en sam­tök­in urðu til við klofn­ing inn­an IRA haustið 1997 þegar Sinn Fein tóku þátt í friðarsam­komu­lag­inu sem kennt er við föstudaginn langa.

Lyra McKee var skotin til bana á skírdagskvöld.
Lyra McKee var skotin til bana á skírdagskvöld. AFP
mbl.is
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...