Búin að hafa samband við fjölskylduna

AFP

Fjölskylda danskra hjóna er komin í samband við þau en tilkynnt var um að þeirra væri saknað eftir hryðjuverkaárásirnar á Srí Lanka á páskadag. Greint var frá því dönskum fjölmiðlum í morgun að þeirra væri saknað en skömmu síðar var tilkynnt um að þau búin að hafa samband við ættingja í Danmörku.

Sendiherra Danmerkur á Indlandi staðfesti við danska fjölmiðla í morgun að utanríkisþjónustan hafi verið að grennslað fyrir um fólkið frá því á sunnudag en börn þeirra hafi haft samband þar sem þau óttuðust um afdrif foreldra sinna sem voru í leyfi á eyjunni þegar árásirnar voru gerðar.

mbl.is
Hjólhýsastæði óskast í Reykjavík
Hjólhýsastæði óskast til leigu í sumar 6956523...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...