Engin mistök við hönnun 737 Max-véla

Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing.
Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing. AFP

Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, segir það rangt að rekja megi mannskæð flugslys Boeing 737 Max-véla í Indónesíu og Eþíópíu til mistaka í tæknilegri hönnun flugvélanna. 

All­ar Max-vél­ar Boeing hafa verið kyrr­sett­ar frá því að farþegaþota þeirr­ar gerðar í eigu Et­hi­opi­an Air­lines hrapaði 10. mars sl. Sam­bæri­legt flug­slys átti sér stað í Indó­nes­íu í októ­ber, en 346 manns létu lífið í flug­slys­un­um tveim­ur.

Muilenburg viðurkenndi þó að stýrikerfi vélanna sem hröpuðu hefðu gefið skynjurum rangar upplýsingar með þeim afleiðingum að kerfið ýtti nefi vélanna niður.

„Það eru engin tæknileg mistök,“ sagði Muilenburg þar sem hann kynnti ársfjórðungsskýrslu fyrirtækisins í dag. „Við þekkjum okkar flugvél. Við vitum hvernig hún var hönnuð, hvernig hún fékk vottun og höfum fulla trú á vélinni.“

Hann bætti því við að „það sem ekki var gert“ hafi átt þátt í slysunum tveimur og virðist gefa í skyn að flugmenn í vélunum sem fórust hefðu átt að slökkva á kerfinu sem ýtti nefi flugvélanna niður.

Umfjöllun Seattle Times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...