Þriggja ára grátandi og yfirgefinn á landamærunum

Mögulegt er að drengurinn hafi komið yfir landamærin með smyglurum ...
Mögulegt er að drengurinn hafi komið yfir landamærin með smyglurum sem síðan yfirgáfu hann. Ljósmynd/CBP

Þriggja ára flóttadrengur, einn og yfirgefinn, fannst grátandi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna skammt frá Rio Grande í Texas í gærmorgun. 

Talið er að drengurinn hafi tilheyrt stærri hópi sem forðaði sér þegar þeir gengu í flasið á landamæravörðum, að sögn bandarísku tollgæslu- og landamærastofnunarinnar (CBP). Stofnunin telur því mögulegt að drengurinn hafi komið yfir landamærin með smyglurum sem síðan yfirgáfu hann.

Nafn og símanúmer var ritað á skó drengsins og var hann færður á Fort Brown-landamærastöðina og er undir eftirliti landamæravarða á meðan reynt er að hafa uppi á fjölskyldu hans. Drengurinn hefur ekki getað veitt upplýsingar um fjölskyldu sína, að sögn landamæravarða.

Drengurinn hefur verið skoðaður af læknum og mun dvelja í sérstökum landamærabúðum á meðan reynt verður að finna fjölskyldu hans og verður hann í umsjón barnaverndarstarfsmanna.

Þúsund­ir flótta­manna hafa und­an­farna mánuði komið frá ríkj­um Mið-Am­er­íku að landa­mær­um Banda­ríkj­anna en flest­ir eru á flótta und­an of­sókn­um, fá­tækt og of­beldi í heima­lönd­um sín­um. Flest­ir koma frá Gvatemala, Hond­úras og El Sal­vador.

Nafn og símanúmer var ritað á skó drengsins.
Nafn og símanúmer var ritað á skó drengsins. Ljósmynd/CBP

9.000 fylgdarlaus börn frá áramótum 

Á mánudag höfðu yfirvöld í Mexíkó afskipti af um 400 flóttamönnum sem reyndu að komast yfir landamærin. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fylgst grannt með ástandinu við landamærin og fagnaði fyrr í dag starfi landamæravarðanna þegar hann fullyrti í færslu á Twitter að þeir hafi stöðvað för 418 þúsund flóttamanna á leið sinni yfir landamærin það sem af er þessu ári.

Í tilkynningu frá bandarísku tollgæslu- og landamærastofnuninni sem BBC vísar í segir hins vegar að 207.475 flóttamenn hafi verið stöðvaðir á suðvesturhluta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó frá áramótum og til marsloka. Þar af rúmlega 53 þúsund fjölskyldur og tæplega níu þúsund fylgdarlaus börn. 

mbl.is
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Vor í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...