Metfjöldi mislingasmita í Bandaríkjunum

Bólu­sett er við misl­ing­um við 18 mánaða ald­ur og aft­ur …
Bólu­sett er við misl­ing­um við 18 mánaða ald­ur og aft­ur við 12 ára ald­ur. AFP

695 mislingasmit hafa greinst í Bandaríkjunum það sem af er ári en það er mesti fjöldi smita á einu ári síðan greint var frá því um aldamótin að tekist hefði að útrýma sjúkdómnum.

Heilbrigðisyfirvöld vestanhafs greindu frá þessu í kvöld.

Fram kemur í yfirlýsingu að fjöldann í ár megi aðallega rekja til þriggja stórra mislingafaraldra. Tveggja í New York og eins í Washington-ríki.

Áður var greint frá því að fjöldi misl­inga­smita á heimsvísu jókst um 300% fyrsta árs­fjórðung 2019 borið sam­an við sama tíma­bil í fyrra.

Er þetta merki um áfram­hald­andi fjölg­un til­fella, en þeim hef­ur fjölgað stöðugt und­an­far­in tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert