Engin lending í SAS-deilu

Verkfall 1.500 flugmanna SAS í Skandinavíu hófst eldsnemma í morgun, ...
Verkfall 1.500 flugmanna SAS í Skandinavíu hófst eldsnemma í morgun, 315 flug falla niður nú þegar. Ljósmynd/SAS

„Ríkissáttasemjari staðfestir að svo mikið bar í milli hjá samningsaðilum að þýðingarlaust var að leggja fram tillögur sem ætla mætti að hvorir tveggja hefðu fallist á,“ sagði í fréttatilkynningu frá Mats W. Ruland, ríkissáttasemja Noregs, eftir að ljóst varð eldsnemma í morgun að skandinavískum tíma að 1.500 flugmenn SAS í Skandinavíu væru komnir í verkfall.

Samningsaðilar í Svíþjóð gáfust fyrstir upp, seint í gærkvöldi, en Dönum og Norðmönnum féll allur ketill í eld nokkrum tímum síðar. Upphaflegur samkomulagsfrestur var til miðnættis í gærkvöldi og var hann framlengdur þegar ákveðið var að reyna til hins ýtrasta að afstýra verkfallinu.

Áhrif þessa á flugsamgöngur um gervalla Skandinavíu eru gríðarleg, 315 flug hafa verið felld niður þegar þetta er skrifað og ná fyrstu áhrif til ferðalaga 60.000 farþega. Reiknað er með að alls falli 673 flugferðir niður í dag. Áhrifin ná líklega til 170.000 farþega um helgina en skandinavískir netmiðlar uppfæra fréttir sínar af verkfallinu svo ört, þegar þetta er skrifað, að vart má auga á festa.

„Ég get ekki vitnað í sjálfar viðræðurnar, en við komumst aldrei í mark,“ sagði Jan Levi Skogvang, formaður norska stéttarfélagsins Parat Luftfart, í samtali við norska viðskiptafréttamiðilinn E24 í morgun. „Þetta er dapurlegt ástand og við biðjum farþegana velvirðingar, það var útilokað að koma til móts við kröfur stjórnarinnar [SAS-megin].“

NRK

TV2

Aftenposten

Dagbladet

mbl.is
Til sölu algjör GULLMOLI! Suzuki Boulevard
Til sölu algjör GULLMOLI! Suzuki Boulevard 1800cc , M109 árg. 2007 - Ekið a...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf 3. júní kl. 1...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...