Enn í lífshættu eftir dvölina á Annapurna

Starfsfólk Mediciti sjúkrahússins í Katmandú tekur hér á móti Chin …
Starfsfólk Mediciti sjúkrahússins í Katmandú tekur hér á móti Chin Wui Kin sem lifði af tvær nætur nærri tindi Annapurna. AFP

Malasíski fjallgöngugarpurinn sem bjargað var eftir að hafa lifað af tvær nætur í grennd við topp Annapurna-fjallssins, er enn í lífshættu að sögn lækna.

Fjallgöngugarpurinn Chin Wui Kin var fluttur með þyrlu til Katmandú, höfuðborgar Nepal daginn eftir að fjór­ir þaul­van­ir sjerp­ar náðu að flytja hann  í búðir neðar í fjallinu í áhættusamri björgunaraðgerð.

„Púls hans var veikur og líkamshitinn lágur þegar við fengum hann. Hann þjáist af alvarlegri ofkælingu og er með kalsár á bæði höndum og fótum,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir  Sanij Singh lækni á bráðadeild Mediciti sjúkrahússins.

„Ástand hans er alvarleg, en við erum að gera allt sem við getum.“

Chin komst upp á topp fjalls­ins, sem er 8.100 metra hátt, á þriðju­dag. Hann komst hins vegar ekki niður í búðir sem eru um kíló­metra neðar ásamt hópinum sem hann var með í göng­unni og þegar leiðsögumaður Chin kom í búðirn­ar án hans hófst leit að hon­um.

Björg­un­arþyrla kom svo auga á Chin í gærmorgun, þar sem hann veifaði út í loftið í brekku um 600 metra frá toppi fjalls­ins.

Í kjölfarið voru fjór­ir þaul­van­ir sjerp­ar voru send­ir af stað í átt­ina til Chin. Hann var hálfmeðvitundarlaus er þeir komu að, en þáði þó vatn áður en hóf­ust handa við að koma hon­um niður.

Sérfræðingar hafa sagt það „kraftaverk“ að Chin hafi lifað af svo langa dvöl í kuld­an­um við topp fjalls­ins, en Annap­urna er sagt eitt hættu­leg­asta fjall heims en þar far­ast hlut­falls­lega fleiri fjall­göngu­menn en á Ev­erest. Níu fjall­göngu­menn frá Suður-Kór­eu fór­ust á fjall­inu í októ­ber þegar þeir hröpuðu af kletti í blind­byl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert