Fékk 18 mánuði fyrir að lauma sér í NRA

Maria Butina ræðir hér við fjölmiðla í Moskvu árið 2013.
Maria Butina ræðir hér við fjölmiðla í Moskvu árið 2013. AFP

Mar­ina But­ina, rúss­nesk kon­a sem banda­rísk yf­ir­völd hand­tóku síðasta sum­ar og ákærðu fyr­ir að ganga er­inda rúss­neskra stjórn­valda, var í dag dæmd í 18 mánaða fangelsi.

Butina sem hefur setið í varðhaldi frá því í júlí í fyrra hafði áður játaði sig seka. Hún sagði réttinum í dag að hún hefði eyðilagt líf sitt með gjörðum sínum.

But­ina reyndi að koma sér upp tengsl­um inn­an stjórn­mála­hreyf­inga og hags­muna­hópa í Banda­ríkj­un­um og er sögð hafa gert það sam­kvæmt fyr­ir­skip­un­um hátt­setts emb­ætt­is­manns í Rússlandi og átti að nýta þau tengsl í þágu Rúss­lands. Gekk hún í NRA, sam­tök byssu­eig­enda í Banda­ríkj­un­um, árið 2012 með það fyr­ir aug­um að ná fram þessu mark­miði.

Verður vísað úr landi eftir afplánun

„Foreldrar mínir fréttu af handtöku minni þegar þau horfðu á morgunfréttirnar heima í Síberíu,“ sagði Butina í réttinum í dag. Ég elska þau innilega, en ég hef skaðað þau bæði siðferðilega og fjárhagslega og þau líða fyrir það. Ég eyðilagði líka mitt eigið. Ég kom til Bandaríkjanna, ekki að fyrirskipan neins, en með von í hjarta. Nú er ekkert eftir nema iðrunin.“

Butina verður vísað úr landi um leið og hún hefur afplánað dóm sinn.

Þó að saksóknari hafi fullyrt að hún hafi skaðað þjóðaröryggi Bandaríkjanna kveðst Butina ekki hafa ætlað sér að valda bandarískum almenningi neinu tjóni.  Dómarinn, Tanya Chutkan, sagði gjörðir hennar engu að síður hafa stefnt þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu.

„Þetta var engin einfaldur misskilningur ofviljugs erlends nemanda,“ sagði dómarinn, sem þó kvaðst óska henni alls hins besta. „Þú ert ung kona, gáfuð og vinnusöm,“ sagði Chutkan. „Ég óska þér alls hins besta.“

Saksóknarinn Erik Kenserson hefur fullyrt að Butina sé fulltrúi erlendra stjórnvalda og þó vissulega sé rétt að hún hafi verið nemandi í bandarískum háskóla, þá hafi hún verið þar fyrir tilstilli rússneskra stjórnvalda.

Butina féllst í lok síðasta árs á að vera sam­starfs­fús við banda­rísk yf­ir­völd og sagði sak­sókn­ari á þeim tímapunkti bú­ist við að upp­lýs­ing­arn­ar sem But­ina veitti þeim myndu gefa inn­sýn í til­raun­ir rúss­neskra ráðamanna til að hafa áhrif á póli­tík í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert