Raðmorðingi á Kýpur

Kýpur.
Kýpur. Wikipedia/Carport

Kýpurbúi á fertugsaldri hefur játað að hafa myrt sjö konur og stúlkur en allt bendir til þess að hann hafi komist í kynni við fórnarlömb sín í gegnum stefnumótasíður. Fjölmiðlar á Kýpur segja manninn fyrsta raðmorðingja eyjunnar.

Tvö lík fundust í námugöngum fyrr í mánuðum og það þriðja fannst í gær. Maðurinn, sem er 35 ára gamall hermaður, játaði að hafa myrt þær þrjár og fleiri konur og stúlkur. Lögregla leitar nú fleiri fórnarlamba mannsins og byggir leitin á játningu mannsins. Meðal annars indverskri konu og rúmenskri konu og átta ára gamalli dóttur hennar. Eins er sex ára gamallar stúlku saknað en hún er dóttir konu sem fannst myrt fyrr í mánuðinum. 

Í frétt BBC kemur fram að lögreglan hafi fundið þriðja líkið í gær eftir að maðurinn upplýsti um hvar hann hefði komið líki hennar fyrir. Sú kona hvarf í desember 2017 en allar þrjár konurnar sem hafa fundist látnar eru af filippseyskum uppruna.

mbl.is