Réttarhöldum í morðmáli frestað

Einn þeirra sem eru grunaðir í málinu á leið í …
Einn þeirra sem eru grunaðir í málinu á leið í dómsalinn. AFP

Dómstóll í Marokkó hefur frestað réttarhöldum um tvær vikur yfir hópi fólks sem er grunaður um aðild að morði á tveimur ungum norrænum konum í Marokkó í fyrra.

Ákveðið var að fresta réttarhöldunum til 16. maí, aðeins nokkrum mínútum eftir að málið var tekið fyrir í dag en verjendur höfðu óskað eftir meiri tíma til að rannsaka málið.

Þeir 24 sem eru ákærðir mættu í dómsalinn en einn þeirra brosti í átt að blaðamönnum.

Louisa Vestera­ger Jes­per­sen, 24 ára dansk­ur nemi, og Mar­en Ue­land, 28 ára gam­all norsk­ur nemi, voru tekn­ar af lífi á tjald­stæði í Atlas­fjöll­un­um í des­em­ber. Þrír menn eru sakaðir um að hafa framið morðin en þeir höfðu lýst yfir stuðningi við víga­sam­tök­in Ríki íslams áður en þeir frömdu ódæðið. 

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is