Kona í máli Kim Jong-nam laus úr haldi

Víet­nömsk kona sem var sökuð um að hafa drepið Kim Jong-nam, hálf­bróður leiðtoga Norður-Kór­eu, hefur verið látin laus. 

Að sögn Hisyam Teh Poh Teik, lögmanns Doan Thi Huong, var henni sleppt úr haldi í malsísku höfuðborginni Kuala Lumpur um hálftólfleytið í gærkvöldi.

Doan Thi Huong var dæmd í þriggja ára og fjög­urra mánaða fang­elsi í Malas­íu í upp­hafi þessa mánaðar. Hún var ekki ekki dæmd til dauða fyr­ir morð held­ur játaði hún sig seka um minni hátt­ar brot. Stjórn­völd í Víet­nam kröfðust þess að morðákær­an yrði lát­in niður falla.

Önnur kona sem einnig var hand­tek­in vegna dauða Kim var óvænt lát­in laus ný­verið. Siti Aisyah er frá Indó­nes­íu og var hún lát­in laus eft­ir að dóms­málaráðherra Malas­íu hafði af­skipti af mál­inu. Eng­inn hef­ur því verið dæmd­ur ábyrg­ur fyr­ir dauða Kims.

Doan Thi Huong leidd út úr dómsalnum í Kuala Lumpur …
Doan Thi Huong leidd út úr dómsalnum í Kuala Lumpur í mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert