Vajiralong­korn krýndur konungur Taílands

Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur situr hér á hásæti sínu með Sigurkórónuna …
Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur situr hér á hásæti sínu með Sigurkórónuna við krýningarathöfnina. AFP

Vajiralong­korn Taílandskonungur var í dag form­lega krýndur konungur landsins, en hann hef­ur gegnt því frá frá­falli föður síns árið 2016. Krýningarathöfnin mun taka þrjá daga.

Við athöfnina í dag var konunginum afhent Sigurkórónan sem vegur lítil 7,3 kg og  setti kóngur hana á höfuð sér. Því næst gaf hann út sína fyrstu konunglegu skipun er hann lofaði að stjórna landinu af réttlæti, rétt eins og faðir hans hefði gert er hann var krýndur konungur Taílands fyrir 69 árum síðan.

Vajiralong­korn tilkynnti öllum að óvörum nú fyrr í vikunni að hann hefði gengið að eiga konu sem starfaði sem líf­vörður hans. Þetta er fjórða hjóna­band hans en hann á sjö börn með fyrri eig­in­kon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert