Netanyahu fyrirskipar fleiri árásir á Gaza

Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael.
Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael. AFP

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, greindi í dag frá því að hann hefði fyrirskipað her landsins að gera frekari árásir á Gaza og bregðast með því við flugskeytaárásum Hamas-liða, en átök hafa farið harðnandi milli Ísraela og Palestínumanna.

„Ég fyrirskipaði [hernum] nú í morgun að halda áfram umfangsmiklum árásum á Gaza-svæðið og fyrirskipaði styrkingu heraflans á Gaza með skriðdrekum, stórskotaliði og landgönguliði,“ sagði Netanyahu við upphafi ríkisstjórnarfundar.

Ísraelsk stjórnvöld segja um 450 flaugum hafa verið skotið frá Gaza frá því í gær og að ísraelski herinn hafi svarað með röð loftárása og skriðdrekaárásum.

Syrgjendur í Gaza bera hér barn sem féll í árásum …
Syrgjendur í Gaza bera hér barn sem féll í árásum í gær. Yfirvöld á Gaza segja barnið hafa látist í árásum Ísraela, en því hafna Ísraelar og segja villuskot frá Hamas hafa valdið dauða þess. AFP

Yf­ir­völd á Gaza segja sex Palestínu­menn hafa fallið í árás­um Ísra­ela, þá er einn ísra­elsk­ur maður sagður hafa far­ist í árás Ham­as-liða á borg­ina Ashkelon að sögn ísra­elsku lög­regl­unn­ar og eins á ísra­elsk kona að hafa særst al­var­lega.  Þá full­yrða víga­sam­tök­in Ríki íslams að tveir liðsmenn sam­tak­anna séu í hópi hinna látnu og eru þeir lofaðir í til­kynn­ingu sam­tak­anna sem „víga­menn“.

Ísra­elski her­inn hafnar því hins vegar að ólétt kona og barn henn­ar, sem lét­ust í árás­un­um, hafi lát­ist fyr­ir til­stilli loft­árása Ísra­ela og full­yrðir að dauða kon­unn­ar megi rekja til villuráfandi skots frá Ham­as-liðum.

„Þetta er spuna­áróaður hryðju­verka­sam­tak­anna eins og hún ger­ist best,“ hef­ur AFP-frétta­veit­an eft­ir Ronen Manel­is tals­manni Ísra­els­her.

Húsarústir í Gazaborg eftir árásirnar í gær.
Húsarústir í Gazaborg eftir árásirnar í gær. AFP

Netanyahu á nú í erfiðum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir að flokkur hans fór með sigur í þingkosningum  sem haldnar voru í apríl.

Vopnahlé sem komið var á með aðstoð Sameinuðu þjóðanna og egypskra stjórnvalda olli því að verulega dró úr árásum dagana í kringum kosningarnar.  Undanfarna viku hefur spenna hins vegar aukist á ný, en Hamas-liðar krefjast aukinna tilslakana frá ísraelskum stjórnvöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert