Fjórir af fimm lemúrunum fundnir

Lemúr­arn­ir fimm stungu af fyrsta maí. Fjórir eru fundn­ir en …
Lemúr­arn­ir fimm stungu af fyrsta maí. Fjórir eru fundn­ir en eins er enn saknað. Ljósmynd/Den lille dyrehage

Fjórir af lemúrunum fimm sem stungu af í dýragarði í Suður-Noregi á miðvikudag eru fundnir og komnir til síns heima og hafa fengið aðhlynningu dýralæknis.

Tveir fundust um klukkan eitt að staðartíma í gær og tveir um tveimur tímum síðar. Enn er eins leitað. „Við leit­um frá sól­ar­upp­rás til sól­set­urs,“ seg­ir Terje Jen­sen, rekstr­ar­stjóri dýrag­arðis­ins Den lille dyr­ehage, í sam­tali við norska rík­is­sjón­varpið NRK.

Leita í kapp við tímann

Tugir sjálfboðaliða hafa hjálpað til við leitina og von­ast er til þess að leit­araðgerðir skili frek­ari ár­angri en unnið er í kapp við tímann. Óvenju kalt er í veðri miðað við árstíma og langt und­ir því sem teld­ust kjöraðstæður fyr­ir dýr­in sem eru frá Madaga­sk­ar. Því er orðið brýnt að finna þann síðasta svo hann haldi lífi. Stór skógur er í nágrenni dýragarðsins og er sjónunum beint að honum.

„Ef að það væru venjulegar sumarhitatölur væri ég bjartsýnni, þá gætu þeir spjarað sig í lengri tíma. Það er nóg af mat, en hitastigið er hættulegt, sérstaklega á nóttunni,“ segir Jensen.

Hann þorir ekki að segja til um hversu lengi lemúrinn getur lifað af í norskri náttúrunni en líkurnar á að hann finnist á lífi eru hverfandi, því miður.

Óvenju kalt er í veðri miðað við árstíma og langt …
Óvenju kalt er í veðri miðað við árstíma og langt und­ir því sem teld­ust kjöraðstæður fyr­ir dýr­in sem eru frá Madaga­sk­ar. Því er orðið brýnt að finna þann síðasta svo hann haldi lífi. Ljósmynd/Den lille dyrehage
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert