Skotárás í skóla í Denver

Skólinn sem um ræðir er bæði leik- og grunnskóli. Lögreglumenn …
Skólinn sem um ræðir er bæði leik- og grunnskóli. Lögreglumenn voru fljótir á vettvang og yfirbuguðu skotmennina, en einhverjir nemendanna sem særðust eru í lífshættu. AFP

Að minnsta kosti átta nemendur eru særðir eftir skotárás í leik- og grunnskóla í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Skólinn sem um ræðir heitir STEM Highlands Ranch og er í úthverfi Denver, nærri Columbine-skólanum, þar sem ein mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna átti sér stað fyrir 20 árum.

Samkvæmt lögreglunni í Douglas-sýslu eru tveir árásarmenn í haldi lögreglu. Annar þeirra er sagður fullorðinn en hinn á unglingsaldri, samkvæmt frétt CNN um málið.

Ráðist var gegn nemendum á tveimur mismunandi stöðum í skólanum og var fjölda skota hleypt af. Tilkynning um árásina barst þó samstundis og samkvæmt því sem Holly Nicholson-Kluth, varalögreglustjóri í Douglas-sýslu segir, voru lögreglumenn einungis tvær mínútur á vettvang.

„Er lögreglumenn komu í skólann gátu þeir enn þá heyrt byssuskot,“ sagði Nicholson-Kluth við CNN.

Fram kemur í frétt CNN að nokkrir nemendanna séu í lífshættu og að yngsta fórnarlamb árásinnar hafi verið 15 ára gamalt.

Nemendur voru fluttir frá skólanum í öruggt athvarf.
Nemendur voru fluttir frá skólanum í öruggt athvarf. AFP
Þyrlur flytja særða nemendur frá skólanum.
Þyrlur flytja særða nemendur frá skólanum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert