Lögðu hald á norðurkóreskt flutningaskip

Norðurkóreska fraktskipið
Norðurkóreska fraktskipið "Wise Honest", sem Bandaríkjamenn tóku yfir í dag. AFP

Bandaríkjamenn lögðu hald á norðurkóreskt fraktskip þar sem það á að hafa brotið í bága við alþjóðlegar þvingunaraðgerðir. Er um að ræða fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn leggja hald á skip Norður-Kóreumanna. 

Fyrr í dag skutu N-Kóreumenn tveimur flugskeytum á loft, en um var að ræða tvö skammdræg flugskeyti, samkvæmt upplýsingum suðurkóreska hersins. Flugskeytunum var skotið á loft í þann mund sem bandarískur erindreki sótti ráðamenn í Seoul í S-Kóreu heim. Er þetta í annað skipti á innan við viku sem her Norður-Kóreu gerir tilraunir með eldflaugar.

Samskiptin fara versnandi

Samskipti Bandaríkjamanna og N-Kóreumanna hafa farið síversnandi eftir að fundur leiðtoga N-Kóreu, Kim Jong-un, og Donald Trump Bandaríkjaforseta lauk án samkomulags.

Trump krafðist þess þá að N-Kóreumenn létu af allri kjarnorkuvopnaframleiðslu og N-Kóreumenn kröfðust þess að þvingunaraðgerðum væri aflétt.

S-Kóreubúar fylgjast með norðurkóreskum flugskeytum fara á loft.
S-Kóreubúar fylgjast með norðurkóreskum flugskeytum fara á loft. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert