Leita skjóls í erlendum sendiráðum

Varaforseti venesúelska þingsins var handtekinn í kjölfar valdaránstilraunar í síðustu …
Varaforseti venesúelska þingsins var handtekinn í kjölfar valdaránstilraunar í síðustu viku. AFP

Þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar í Venesúela hafa leitað skjóls í erlendum sendiráðum í kjölfar þess að þeir voru sviptir friðhelgi sinni, sem þeir eiga að njóta vegna setu sinnar á þingi.

Alls voru tíu þingmenn sviptir friðhelgi með ákvörðun hæstaréttar Venesúela, sem farið hefur fram á rannsókn vegna mögulegrar þátttöku þeirra í samsæri, uppreisn og landráði, að því er greint frá í frétt BBC.

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, forseti þingsins og yfirlýstur forseti landsins, Juan Guaido, stóð fyrir valdaránstilraun í síðustu viku og var varaforseti venesúelska þingsins handtekinn í kjölfarið.

Tveir stjórnarandstöðuþingmenn hafa leitað skjóls í ítalska sendiráðinu og sá þriðji í því argentínska.

Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, forseti þingsins og yfirlýstur forseti Venesúela.
Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, forseti þingsins og yfirlýstur forseti Venesúela. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert