Lífsbarátta innan um leyniskyttur

Íbúar í Taiz safnast saman úti á götu eftir að …
Íbúar í Taiz safnast saman úti á götu eftir að tvö börn létust í átökum vígamanna í síðasta mánuði. AFP

Ástandið í Jemen, sem er eitt fátækasta ríki Mið-Austurlanda, hefur verið hræðilegt síðan borgarastyrjöld braust þar út árið 2015. Í þriðju stærstu borg Jemen, Taiz, hafa bardagarnir verið einna mestir. Leyniskyttur fylgjast með götum og öðrum opnum svæðum og almennir borgarar eru í mikilli hættu á að verða fyrir skotum.

Taiz er því stórhættuleg fyrir blaðamenn að sækja heim. Breska ríkisútvarpið, BBC, fékk nýlega myndefni sem sýnir eyðilegginguna í borginni og þann ótta sem íbúar borgarinnar búa við.

Rétt er að vara viðkvæma við meðfylgjandi myndbandi.

Að minnsta kosti 6.800 sak­laus­ir borg­ar­ar hafa lát­ist í borg­ara­styrj­öld­inni í Jemen. 

Þá hafa tæp­lega 11.000 særst í átök­un­um, að sögn tals­manna Sam­einuðu þjóðanna. Þúsund­ir til viðbót­ar hafa lát­ist af völd­um sjúk­dóma sem hefði mátt koma í veg fyr­ir, t.d. vegna vannær­ing­ar.

Strákur leitar að tómum skothylkjum í borginni Taiz.
Strákur leitar að tómum skothylkjum í borginni Taiz. AFP
Frá Taiz.
Frá Taiz. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert