Selskópum bjargað frá veiðiþjófum

Talið er að slæmt ástand þeirra hafi að hluta til …
Talið er að slæmt ástand þeirra hafi að hluta til stafað af því hve ungir þeir voru þegar þeim var rænt frá mæðrum sínum. AFP

Tugum selskópa hefur verið sleppt út í náttúruna í Kína, nokkrum mánuðum eftir að þeim var bjargað úr klóm veiðiþjófa.

Lögreglan bjargaði selskópunum, sem voru um 100 talsins, úr skýli á afskekktum stað í borginni Dulian í febrúar. Kóparnir voru ansi illa haldnir og hungraðir þegar þeir fundust og ekki tókst að bjarga 39 þeirra.

Talið er að slæmt ástand þeirra hafi að hluta til stafað af því hve ungir þeir voru þegar þeim var rænt frá mæðrum sínum, og höfðu því ekki verið nægilega lengi á brjósti.

Þeim 61 kóp sem tókst að bjarga var hins vegar sleppt út í náttúruna eftir nokkurra mánaða aðhlynningu.

Kópunum hafði verið rænt frá heimkynnum sínum til þess eins að verða seldir sædýrasöfnum. Átta hafa verið handteknir vegna málsins, samkvæmt frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert