Sex létust flugslysi í Alaska

Önnur flugvélanna í sjónum eftir áreksturinn.
Önnur flugvélanna í sjónum eftir áreksturinn. AFP

Sex létust þegar tvær sjóflugvélar rákust saman í við strendur Alaska á mánudag, samkvæmt bandarísku strandgæslunni.

Sjálfboðaliðar hættu leit í gærkvöldi þegar síðasta fórnarlamb slyssins fannst. Tíu lifðu áreksturinn af, en eins og áður segir létust sex í slysinu: fjórir Bandaríkjamenn, einn Ástrali og einn Kanadamaður.

Flugvélarnar voru að flytja farþegana frá skemmtiferðaskipinu Royal Princess þegar þær rákust saman nærri Ketchikan.

mbl.is