Trump lýsir yfir neyðarástandi

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi til að koma í veg fyrir að bandarísk fyrirtæki noti fjarskiptabúnað erlendra fyrirtækja.

Hann segir að bandarísku þjóðinni stafi hætta af búnaðinum en svo virðist sem Trump sé með tilskipun sinni að beina sjónum sínum að kínverska fjarskiptarisanum Huawei.

Forsetinn nefnir þó ekkert fyrirtæki á nafn í tilskipun sinni heldur talar hann um „erlendan andstæðing“.

Banda­rísk stjórn­völd telja að kín­versk yf­ir­völd geti notað fram­leiðslu­varn­ing Huawei, sem er þriðji stærst snjallsíma­fram­leiðandi í heimi, til að njósna. Huawei hef­ur ít­rekað hafnað slík­um ásök­un­um.

Talið er að tilskipunin beinist að kínverska fyrirtækinu Huawei.
Talið er að tilskipunin beinist að kínverska fyrirtækinu Huawei. AFP
mbl.is