Undirbúa bann á viðskipti við Huawei

Donald Trump Bandaríkjaforseti um leið í borð í forsetaflugvélina. Búist ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti um leið í borð í forsetaflugvélina. Búist er við að hann undirriti í vikunni forsetatilskipun sem mun banna bandarískum fyrirtækjum að nota fjarskiptabúnað frá fyrirtækjum sem þjóðaröryggi er sögð stafa ógn af. AFP

Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirriti í þessari viku sérstaka forsetatilskipun sem mun banna bandarískum fyrirtækjum að nota fjarskiptabúnað frá fyrirtækjum sem þjóðaröryggi er sögð stafa ógn af. Reuters-fréttaveitan hefur eftir þremur embættismönnum í bandaríska stjórnkerfinu, að slíkt munu varða leiðina fyrir að bann verði lagt á að eiga í viðskiptum við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei.

Engin ríki eða fyrirtæki verða nefnd á nafn í tilskipuninni, sem er sögð hafa verið í undirbúningi í meira en ár. Undirritun hennar hefur hins vegar verið ítrekað frestað og sögðu heimildamennirnir, sem ekki vildu láta nafns síns getið, að svo gæti orðið áfram.

Forsetatilskipunin virkjar alþjóðleg neyðarlög varðandi orkumál, sem gefur forsetanum vald til að bregðast við þjóðaröryggisógn með því að stýra viðskiptum. Með tilskipuninni verður bandaríska viðskiptaráðuneytinu  gert að koma með áætlun um hvernig banninu verði framfylgt.

Samskipti Kína og Bandaríkjanna eru þegar stirð og hafa verið undanfarin misseri, og má búast við að þau geti versnað enn frekar undirriti Trump tilskipunina.

Bandarísk stjórnvöld telja að kínversk yfirvöld geti notað framleiðsluvarning Huawei, sem er þriðji stærst snjallsímaframleiðandi í heimi, til að njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað slíkum ásökunum.

Bandarísk stjórnvöld hafa undanfarið þrýst á önnur ríki að nýta ekki búnað frá Huawei við innleiðingu 5G fjarsímanets þar sem fyrirtækinu sé „ekki treystandi“. Þá undirritaði Trump tilskipun í ágúst í fyrra sem bannar bandarískum stjórnvöldum að nota búnað frá Huawei og öðru kínversku fyrirtæki, ZTE Corp.

mbl.is
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 400.00
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Hjólhýsastæði óskast í Reykjavík
Hjólhýsastæði óskast til leigu í sumar 6956523...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf 3. júní kl. 1...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...