Vilja geta bólusett gegn falsfréttum

Frambjóðendur vegna Evrópuþingkosningana yfirgefa hér sviðið eftir kappræður vegna komandi ...
Frambjóðendur vegna Evrópuþingkosningana yfirgefa hér sviðið eftir kappræður vegna komandi kosninga. AFP

Evrópusambandið hefur hrint af stað sameinuð átaki í baráttunni gegn falsfréttum. Reuters-fréttaveitan greinir frá þessu og segir tímasetningu átaksins ekki hvað síst tengjast kosningum til Evrópuþingsins síðar í mánuðinum.

Embættismenn ESB eru þó sagðir viðurkenna að takmörk séu fyrir því hvað sé hægt að gerast til að bregðast við ógn, sem var gott sem óþekkt fyrir nokkrum árum síðan.

Hættan er „mjög mikil,“ hefur Reuters eftir Lutz Guellner, einum æðsta embættismanni ESB sem hefur umsjón með herferðinni. Sjáið bara hvað hefur gerst áður, bandarísku kosningarnar og það sem gerðist í Frakklandi og Þýskalandi.“

Herferðin byggir m.a. á því að fjármagna samtök sem sjá um að sannreyna fréttir og með því að koma á fót sérstakri deild sem bregðast á við upplýsingafölsun frá Rússlandi . Eins vonast ráðamenn ESB með því að nýta sér Facebook, Google, Twitter og aðra miðla til þess að ná að verja þær 427 milljónir kjósenda sem hafa atkvæðisrétt í kosningunum um 751 sæti á Evrópuþinginu.

Forsvarsmenn Facebook settu á fót sérstakt stjórnunarherbergi í Dublin á Írlandi gegn falsfréttum í lok síðasta mánaðar. Öryggissérfræðingar óttast hins vegar að of seint sé að bregðast við, þar sem efasemdum hafi þegar víða verið sáð með herferðum sem ætlað er að grafa undan kosningunum.

Kenndu vígamönnum um brunann í Notre Dame

Hafa stjórnvöld ESB ríkja og bandalagsríki þeirra í NATO sagt rússneska ráðamenn beina sjónum sínum að kosningunum með það fyrir augum að grafa undan lýðræði á Vesturlöndum. Þessu hafa stjórnvöld í Rússlandi hins vegar alfarið neitað.

Reuters segir að þó rússneskir fjölmiðlar nái ekki til alls þorra almennings á Vesturlöndum, þá veiti þeir poppúlistum andsnúnum ESB vettvang til að tjá sig. Bendir Reuters á sem dæmi að í kjölfar eldsvoðans í Notre Dame kirkjunni í París í síðasta mánuði hafi rússneskir fjölmiðlar í Evrópu kennt íslömskum vígamönnum og stjórnvöldum í Úkraínu um brunann.

Með því að vara fólk við upplýsingafölsun þá vonast ESB, að sögn Heidi Tworek sérfræðings í upplýsingastríði við University of British Columbia, til að geta „bólusett“ almenning gegn falsfréttum. Er eldra fólk talið vera sérstaklega viðkvæmt og er fólk yfir 55 ára aldri líklegast til að dreifa falsfréttum. Þær kynslóðir ólust upp við hið prentaða orð og gera ráð fyrir að birtar upplýsingar séu réttar, að því er Reuters hefur eftir embættismönnum ESB.

„Við eigum alveg möguleika á að sigra, en ekki strax,  af því að við höfum vanrækt þetta svo lengi,“ segir Linas Linkevicius utanríkisráðherra Litháen.

mbl.is
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...