Árás þýðir endalok Írans

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það hafa í för með sér endalok Írans ef þjóðin ákveður að ráðast á bandarísk áhrifasvæði.  

„Ef Íran vill berjast mun það hafa í för með sér endalok Írans. Aldrei hóta Bandaríkjunum aftur,“ skrifaði forsetinn á Twitter.

Aukin spenna hefur verið í samskiptum landanna en bæði Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lýst því yfir að þeir ætla ekki í stríð við Íran

mbl.is