Fannst látinn á heimili sínu

Columbine-skólinn í Colorado.
Columbine-skólinn í Colorado. AFP

Austin Eubanks sem komst lífs af úr skotárásinni í bandaríska menntaskólanum Columbine árið 1999 er látinn, aðeins 37 ára.

Eubanks var skotinn í höndina og hnéð í árásinni en tólf bekkjarfélagar hans og kennari voru myrtir.

Hann varð háður eiturlyfjum eftir að hafa tekið verkjalyf vegna meiðslanna sem hann hlaut, að því er BBC greindi frá.

Ekki er talið að lát Eubanks hafi borið að með saknæmum hætti en hann hafði lengi talað opinberlega gegn eiturlyfjanotkun. Lík hans fannst á heimili hans í Colorado í gær.

Stutt er síðan þess var minnst að tuttugu ár voru liðin frá árásinni í Columbine með minningarathöfnum um þá sem létu lífið.

Dawn Anna, móðir Lauren Townsend sem var myrt í Columbine-skólanum, …
Dawn Anna, móðir Lauren Townsend sem var myrt í Columbine-skólanum, á minningarathöfn í apríl í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá voðaverkinu. AFP
mbl.is