Hert byssulöggjöf í Sviss

Kona gengur fram hjá veggspjaldi þar sem hvatt er til …
Kona gengur fram hjá veggspjaldi þar sem hvatt er til þess að fólk kjósi ekki með hertri byssulöggjöf. AFP

Svisslendingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að herða byssulöggjöf landsins þannig að hún verði í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins.

Mikill meirihluti kjósenda studdi tillöguna, eða 63,7%.

Eftir að ESB bað svissnesk stjórnvöld um að herða byssulöggjöf sína hófst mikil umræða í Sviss um málið en byssueign á sér þar djúpar rætur.

Hópar sem eru hliðhollir frjálsari byssulöggjöf söfnuðu nægum fjölda undirskrifta til að hægt væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið en Svisslendingar eru þekktir fyrir sitt beina lýðræðiskerfi.

ESB herti byssulöggjöf sína fyrir tveimur árum vegna tíðra hryðjuverkaárása víðsvegar um Evrópu. Þrátt fyrir að Sviss sé ekki meðlimur í sambandinu en landið bundið því í gegnum ýmiss konar samþykktir.

mbl.is

Bloggað um fréttina