Blaðamenn neituðu helförinni og voru reknir

Blaðamennirnir voru reknir af fjölmiðlinum.
Blaðamennirnir voru reknir af fjölmiðlinum.

Fréttamiðillinn Al Jazeera í Katar rak tvo blaðamenn fyrir að birta myndband sem neitar helförinni. Myndbandið fór í loftið á föstudaginn síðastliðinn á vefmiðlinum AJ+ og var á arabísku. Það vakti fyrst athygli eftir að það var þýtt á ensku og fór í frekari dreifingu. BBC greinir frá.  

Myndbandið heitir „Hver er sannleikurinn um helförina og hvernig hagnaðist Zionista-hreyfingin á henni?“

Í seinni heimsstyrjöldinni myrtu nasistar um sex milljónir gyðinga. Í umræddu myndbandi er fullyrt að þessi tala sé ýkt og að zionistar standi á bak við þessa tölfræði. Jafnframt er fullyrt að Ísraelar séu „stærstu sigurvegarar“ þjóðarmorðanna.    

„Hvers vegna er sjónum eingöngu beint að þeim?“ spyr einn höfundur myndbandsins og vísar til útrýmingar gyðinga. Hann fullyrðir jafnframt að samfélagið hafi nýtt fjármagn og samfélagsmiðla til að beina sjónum að ofbeldi og ofsóknum í garð gyðinga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert