Líf Lamberts fjarar út

Sebastopol sjúkrahúsið þar sem Vincent Lambert hefur legið undanfarinn áratug, …
Sebastopol sjúkrahúsið þar sem Vincent Lambert hefur legið undanfarinn áratug, lamaður og heiladauður. AFP

Franskir læknar hófu í dag að slökkva á vélum sem hafa haldið lífi í manni sem er lamaður fyrir neðan háls og heiladauður í áratug. Mál mannsins hefur verið mjög til umfjöllunar undanfarin ár og skiptist franska þjóðin í tvennt í afstöðu sinni til málsins.

Deilan um afdrif Vincent Lambert hefur jafnvel skipt hans eigin fjölskyldu í tvennt og orðið að pólitísku hitamáli vikuna fyrir kosningar til Evrópuþingsins. Foreldrar Lambert eru afar guðhræddur kaþólikkar og hafa ítrekað farið með málið fyrir dóm þar sem þau krefjast þess að honum verði haldið áfram á lífi. Þau eru þar á öndverðu meiði við eiginkonu Lambert og fimm systkini hans sem telja að Lambert eigi að fá að deyja.  

Vincent Lambert - myndin er frá 2013 og voru það …
Vincent Lambert - myndin er frá 2013 og voru það foreldrar hans sem komu myndinni til fjölmiðla. AFP

Læknar segja að þeir hafi hætt að halda honum á lífi í dag í kjölfar lokaniðurstöðu dómstóla um að hætta að gefa Lambert næringu og vökva í æð við Sebastopol sjúkrahúsið í borginni Reims í Norður-Frakklandi.

Jean Paillot, lögmaður foreldra Vincent Lambert, segja þetta til skammar og að foreldrarnir fái ekki einu sinni að kveðja son sinn með faðmlagi. Aðrir í fjölskyldunni hafa staðfest við AFP fréttastofuna að slökkt hafi verið á vélum sem hafa haldið lífi í Lambert frá því hann lenti í vélhljólaslysi árið 2008. Lambert, sem er 42 ára gamall, hefur verið heiladauður og lamaður frá því hann varð fyrir slysinu.  

Ekki láta Vincent svelta til bana, segir á skilti mótmælenda …
Ekki láta Vincent svelta til bana, segir á skilti mótmælenda við Sebastopol sjúkrahúsið í Reims. AFP

Vincent Sanchez, læknirinn sem hefur sinn Lambert, hefur ítrekað verið skotmark reiði foreldra Lamberts en hann segir í skilaboðum til fjölskyldunnar að þau ættu að sameinast í kringum hann og láta síðustu augnablikin í lífi hans vera friðsamleg og eins persónuleg og mögulegt er. Lögmenn foreldranna reyndu um helgina að fá Sanchez vikið frá sjúkrahúsinu og að hann yrði sviptur leyfi til lækninga. Hann bryti að þeirra sögn gegn skuldbindingum sínum sem læknir og að það væri ekki orðið of seint að stöðva „brjálæðið“.

Eiginkona Lamberts , Rachel, fimm systkini hans og frændi hafa öll staðið við bakið á sjúkrahúsinu um að slökkva ætti á vélunum og að náttúran ætti að hafa síðasta orðið. Árið 2014 ákváðu læknar að fara að vilja fjölskyldunnar og hætta að næringargjöf í gegnum æð í samræmi við frönsk lög varðandi líkandi meðferð. En foreldrar hans og hálfbróðir og systir mótmæltu fyrir rétti og töldu að ef meðferðin yrði bætt þá gæti líðan hans batnað.

Fyrr á þessu ári staðfesti dómstóll ákvörðun Sanchez um að stöðva meðferðina sem heldur Lambert á lífi. Þetta var síðan staðfest á næsta dómstigi. Nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fer með málefni fatlaðs fólks óskaði eftir því fyrr í mánuðinum að því að frestað yrði að slökkva á vélunum á meðan nefndin myndi hefja sjálfstæða rannsókn á málinu. Sú rannsókn tæki einhver ár. Heilbrigðisráðherra Frakklands, Agnes Buzyn, sagði að Frakkland myndi svara beiðni nefndarinnar. 

Pierre Lambert, faðir Vincent Lambert, er afar ósáttur við ákvörðunina …
Pierre Lambert, faðir Vincent Lambert, er afar ósáttur við ákvörðunina um að slökkva á vélunum. AFP

Um helgina varð málið að pólitísku bitbeini þegar frambjóðandi repúblikana, Francois-Xavier Bellamy,  hvatti forseta Frakklands, Emmanuel Macron, að grípa inn. Ekkert lægi á að slökkva á vélunum. Um hættulega vegferð væri að ræða þegar líf fólks væri metið á misjafnan hátt. Um 1500 sjúklingar væru í svipaðri stöðu og Lambert í Frakklandi. 

En Nathalie Loiseau, sem er frambjóðandi flokks Macron til Evrópuþingsins, segir að forseti landsins geti ekki haft afskipti af niðurstöðu dómsvaldsins.

Viviane Lambert móðir Vincent Lambert.
Viviane Lambert móðir Vincent Lambert. AFP
mbl.is