Vilja handtaka Assange vegna nauðgunar

Julian Assange.
Julian Assange. AFP

Ríkissaksóknari Svíþjóðar lagði í dag fram formlega beiðni um að stofnandi WikiLeaks, Julian Assange, yrði handtekinn en Assange er nú í fangelsi í Bretlandi. Um er að ræða fyrsta skrefið í að fá hann framseldan til Svíþjóðar.

Eva-Marie Persson, vararíkissaksóknari í Svíþjóð.
Eva-Marie Persson, vararíkissaksóknari í Svíþjóð. AFP

Í yfirlýsingu sem undirrituð er af vararíkissaksóknara, Evu-Marie Persson, kemur fram að hún hafi lagt fram beiðnina við héraðsdóm í Uppsala. Beiðni um að Assange verði handtekinn grunaður um nauðgun. Í síðustu viku var greint frá því að nauðgunarmálið yrði aftur tekið til rannsóknar og segir Persson að um leið og dómstóllinn veiti heimildina muni hún óska eftir framsali Assange til Svíþjóðar. Ef dómstóllinn samþykkir handtöku Assange muni hún gefa út samevrópska handtökuskipun á hendur honum. 

Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei ásamt fleiri stuðningsmönnum Assange í Berlín.
Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei ásamt fleiri stuðningsmönnum Assange í Berlín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert