Nike og Adidas vara Trump við tollum

Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á fundi með stuðningsmönnum. Skóframleiðendur …
Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á fundi með stuðningsmönnum. Skóframleiðendur eru ósáttir við nýja tolla á innflutning frá Kína. AFP

Margir af stærstu skóframleiðendum heims hvetja nú Donald Trump Bandaríkjaforseta til að binda enda á viðskiptastríð Bandaríkjanna við Kína. Annað geti haft „hörmulegar“ afleiðingarnar í för með sér fyrir neytendur.

BBC segir fram koma í bréfi til Trumps sem m.a. er undirritað af forsvarsmönnum 173 fyrirtækja, m.a. Nike og Adidas, að sú ákvörðun  að hækka innflutningstolla upp í 25% muni koma verst niður á verkafólki. Þá vara þeir einnig við því að hærri skattar muni stefna rekstri sumra fyrirtækja í hættu.

Trump fullyrðir hins vegar að viðskiptahalli vegna Kínaviðskipta skaði bandarískan efnahag.

Vika er nú frá því að forsetinn hækkaði innflutningstolla úr 10% í 25% á innflutnings varnings að andvirði um 200 milljarða Bandaríkjadala frá Kína til Bandaríkjanna. Áður hafði ríkjunum mistekist að komast að samkomulagi um nýjan viðskiptasamning sín á milli.

Forsvarsmenn Nike og Adidas eru meðal þeirra sem undirritað hafa …
Forsvarsmenn Nike og Adidas eru meðal þeirra sem undirritað hafa bréfið til forsetans. AFP

Kínversk stjórnvöld brugðist við ákvörðun Trumps með því að tilkynna að tollar yrðu hækkaðir í júlí á bandarískum vörum að andvirði um 60 milljarða dollara.

Auk Nike og Adidas, þá undirrituðu forsvarsmenn Clarks, Dr. Martens og Converse bréfið. Segja þeir að þó að meðaltollar á skó í Bandaríkjunum séu 11,3% þá geti tollarnir í sumum tilfellum numið allt að 67,5%

„Það að bæta 25% innflutningstollum ofan á þessi gjöld þá getur falið í sér að sumar bandaríska verkamannafjölskyldur lenda í því að greiða næstum 100% tolla ofan á skó sína,“ sagði í bréfinu. „Slíkt er óhugsandi. Það er kominn tími til að ljúka þessu viðskiptastríði.“

Trump sagði er hann hækkaði tollana að fyrirtækin gætu dregið úr kostnaði sínum með því að flytja framleiðsluna til Bandaríkjanna.

Skóframleiðendur og skóverslanir segja hins vegar að þó fyrirtækin séu vissulega að flytja framleiðslu sína frá Kína, að þá sé „skógerð fjárfrekur iðnaður og það krefjist áralangrar áætlanagerðar að flytja framleiðsluna og að fyrirtækin geti ekki einfaldlega flutt verksmiðjur til að koma breytingunum á.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert