Sex ára dómur yfir Dana staðfestur

Denn­is Christen­sen.
Denn­is Christen­sen. AFP

Rússneskur áfrýjunardómstóll hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir dönskum manni sem er félagi í dönsku trúarhreyfingunni Vottum Jehóva. Denn­is Christen­sen, sem er 46 ára gamall, var dæmdur fyrir „öfga­hyggju“ en þetta er fyrsti dóm­ur­inn af þess­um toga síðan lög voru samþykkt árið 2017 þar sem trú­ar­hreyf­ing­in var bönnuð í land­inu.

Denn­is Christen­sen var hand­tek­inn í rúss­nesku borg­inni Or­yol í maí 2017, skömmu eft­ir að bannið tók gildi.

Christ­sen­sen flutti til Rúss­lands á full­orðins­ár­um og á rúss­neska konu. 

mbl.is