Ákærð fyrir að draga sér fé frá félagsþjónustunni

Saksóknari hefur enn ekki gefið út hvaða refsingar er krafist.
Saksóknari hefur enn ekki gefið út hvaða refsingar er krafist. Af vef lögreglunnar á Norður-Jótlandi

Britta Nielsen hefur verið ákærð fyrir stórfelld fjársvik. Nielsen starfaði fyrir dönsku félagsþjónustuna og er talin hafa dregið sér 117 milljónir danskra króna með yfir 300 millifærslum úr sjóðum ríkisins á árunum 2002 til 2018.

Nielsen hafði verið leitað um nokkurt skeið þegar hún var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í nóvember á síðasta ári.

Samkvæmt frétt Jyllands-Posten er Nielsen ákærð fyrir stórfelld fjársvik og skjalafals, en saksóknari hefur enn ekki gefið út hvaða refsingar er krafist.

Auk Nielsen sæta ákæru í málinu tvær dætur hennar og tengdasonur, auk þess sem til skoðunar er hvort fleiri megi sæta ákæru vegna málsins.

Það var í ág­úst í fyrra sem upp komst um sér­kenni­leg­ar styrkja­greiðslur úr sjóðum fé­lagsþjón­ust­unn­ar og var þá gef­in út alþjóðleg hand­töku­skip­un á hend­ur Niel­sen, sem vann hjá fé­lagsþjón­ust­unni í yfir 40 ár og naut mik­ils trausts í starfi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert