Björguðu 290 flóttamönnum

AFP

Strandgæslan í Líbíu kom 290 flóttamönnum til bjargar af sökkvandi bátum fyrir utan strönd Tripoli. Í öðru tilvikinu var 87 flóttamönnum af ólíkum afrískum uppruna bjargað af sökkvandi gúmmíbát í um 50 km fjarlægð frá höfuðborg Líbíu. Að sögn talsmanns sjóhersins var fólkið flutt í búðir hersins í Tripoli. 

Í hinu tilvikinu var 203 flóttamönnum bjargað í um 140 km fjarlægð frá Tripoli en fólkið, sem einnig er af ýmsu þjóðerni, var um borð í tveimur bátum smyglara. Farið var með fólkið í flóttamannamiðstöðina í Suq al-Khamis.

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnanir hafa ítrekað gagnrýnt það að flóttafólk sé flutt aftur í varðhaldsbúðir í Líbíu vegna skelfilegs aðbúnaðar þar og hættunnar á að lífi þess sé ógnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert