May lætur af embætti 7. júní

Mjög hef­ur verið þrýst á May að segja af sér ...
Mjög hef­ur verið þrýst á May að segja af sér vegna bak­slags í henn­ar eig­in flokki þegar kem­ur að út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hún muni láta af embætti 7. júní næstkomandi. May hefur verið undir mikilli pressu undanfarna mánuði vegna þess að henni hefur ekki tekist að fá samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samþykktan.

May tilkynnti afsögn sína utan við Downingstræti 10 fyrir skemmstu. Sagði hún það hafa verið mesta heiður að fá að vera önnur konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Rödd hennar brast þegar hún sagðist ekki láta af embættinu í illu, heldur væri hún ævinlega þakklát fyrir tækifærið til að þjóna landinu sem hún elskar.

Í ræðu sinni taldi May upp þann árangur sem ríkisstjórn hennar hefur náð og nefndi meðal annars viðsnúning á hallarekstri ríkisins, átak gegn atvinnuleysi og aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins.

Hún viðurkenndi þó að hún muni alltaf sjá eftir að hafa ekki siglt Brexit í höfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...