Sprenging í Lyon í Frakklandi

AFP

Sprenging varð í dag í göngugötu í borginni Lyon í Frakklandi með þeim afleiðingum að nokkrir særðust, en talið er að sprengjan hafi innihaldið skrúfur og rær.

Fram kemur í frétt AFP að sprengjunni hafi verið komið fyrir fyrir utan bakarí við götuna. Svæðið var í kjölfarið rýmt en lögreglan segir að átta manns hafi særst.

Talið er að enginn af þeim sem særðust sé í lífshættu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti sprengingunni sem árás í viðtali við fjölmiðla síðdegis.

Frönsk yfirvöld hafa þegar hafið rannsókn á sprengingunni þar sem gengið er út frá því að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að sprengingin hafi orðið á Victor-Hugo-stræti og að heimidlir hermi að grímuklæddur hjólreiðamaður hafi komið sprengjunni fyrir.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert