Weinstein gerir samkomulag við konurnar

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Harvey Weinstein og stjórn kvikmyndaversins sem var í eigu Weinstein hafa náð samkomulagi við konur sem sökuðu framleiðandann um kynferðisbrot. Fá konurnar alls greiddar 44 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 5,5 milljarða króna. 

New York Times greinir frá þessu en um er að ræða einkamál og getur þetta skipt sköpum varðandi framhaldið þar sem Weinstein á yfir höfði sér ákæru fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur konum í New York. En yfir 80 konur hafa sakað hann um að hafa brotið gegn sér og í mörgum tilvikum er um að ræða kynferðislega áreitni sem er ekki er saknæm (civil offense og criminal offense) og því ekki ákært af hálfu saksóknara. Því getur skipt miklu hvað samkomulagið felur nákvæmlega í sér varðandi framhaldið og frekari málaferli. 

Fjárhæðin er tæplega helmingur þess fjár sem talað var um í sjóð fyrir brotaþola þegar viðræður fjárfesta sem höfðu hug á að kaupa Weinstein-kvikmyndafyrirtækið og Eric T. Schneiderman sem var saksóknari í New York á þeim tíma. Fallið var frá samkomulaginu á síðustu stundu í fyrra en í því var kveðið á um sjóð fyrir brotaþola upp á 90 milljónir Bandaríkjadala.

Frétt NYT í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert