Ákærð fyrir að myrða unglingspiltana

Fjórum börnum til viðbótar var bjargað af heimilinu eftir að …
Fjórum börnum til viðbótar var bjargað af heimilinu eftir að piltarnir voru myrtir, en lögregla hefur lítið sem ekkert tjáð sig um málið. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. AFP

Karl og kona hafa verið ákærð fyrir morð, eftir að tveir unglingspiltar létust í því sem lögregla lýsti sem „alvarlegu atviki“ í húsi í borginni Sheffield á Englandi á föstudagsmorgun.

Fjórum börnum til viðbótar var bjargað af heimilinu eftir að piltarnir voru myrtir, en lögregla hefur lítið sem ekkert tjáð sig um málið.

Greint er frá ákærunni á hendur parinu á vef BBC, en konan hefur einnig verið ákærð fyrir tilraun til manndráps í þremur liðum.

Hin börnin fjögur eru átta mánaða, 3, 11 og 12 ára gömul. Börnin hafa hlotið meðferð á spítala og voru útskrifuð í gær.

Frétt BBC um málið

mbl.is