Albinóapanda fest á filmu í Kína

Pandan er talin eins til tveggja ára gömul og virðist …
Pandan er talin eins til tveggja ára gömul og virðist una sér ágætlega í Wolong-þjóðgarðinum. AFP

Fágæt alhvít risapanda var fyrir skemmstu fest á filmu í þjóðgarði í suðvesturhluta Kína og sýnir það fram á að albinóar finnast á meðal tegundarinnar, samkvæmt kínverska ríkisfréttamiðlinum Xinhua.

Pandan er alhvít og rauðeygð og náðist á mynd er gönguhópur gekk í gegnum skóg í Sichuan-héraði um miðjan aprílmánuð.

Li Shen, rannsakandi sem sérhæfir sig í björnum, segir við Xinhua að pandan sé að líkindum á milli eins og tveggja ára gömul.

Meira en 80% af öllum villtum risapöndum heims eiga náttúruleg heimkynni sín í Sichuan-héraði í Kína, þar sem þessi albinóapanda býr einnig, en talið er að færri en 2.000 dýr séu í villta risapöndustofninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert