Árásarmaðurinn handtekinn

AFP

Franska lögreglan er með mann í haldi sem er grunaður um að bera ábyrgð á sprengingu í Lyon í síðustu viku að sögn innanríkisráðherra Frakklands, Christophe Castaner. 13 særðust í sprengingunni.

Lögreglan hafði lýst eftir manni í grænum stuttermabol og stuttbuxum sem sást á reiðhjóli skammt frá þeim stað sem sprengjan sprakk. Maðurinn var með dökkan bakpoka á bakinu. 

Castaner skrifar á Twitter í morgun að sá grunaði hafi verið handtekinn. Sprengjunni var komið fyrir utan við bakarí á fjölförnum gatnamótum í miðborg Lyon og sprakk hún síðdegis á föstudag. Af þeim sem særðust þurftu 11 að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Enginn þeirra var með lífshættulega áverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert